þriðjudagur, apríl 25, 2006

Ingvi Hrafn

Óendanlega svalur sá maður er. Maður lifandi.
Ég geri það að reglu hjá mér í vinnunni að hlusta á Hrafnaþing Ingva Hrafns. Á þriðju, miðviku og föstudögum fer þessi maður hamförum í skoðunum sínum á menn og málefni á NFS. Hann hikar ekki við að kalla menn og konur þeim nöfnum sem enginn annar fjölmiðlamaður þyrði að nota um viðkomandi. Ekki það að þetta séu einhver ljót nöfn sem mundu særa viðkomandi, heldur nöfn eins og Kommúnisti, afturhaldsseggur o.þ.h. Aldeilis gaman að heyra hann lýsa vinstriflokkunum í landinu með viðeigandi orðum. Efnahagsstefna Vinstri grænna lýsir sér í árabátasjómennsku og lopapeysuframleiðslu.
Menn halda það sumir að í þessum þætti sé Ingvi Hrafn að pissa yfir komma og krata út í eitt. Það er ekki rétt þó hann geri það vissulega stundum. Því hann er iðinn við að gagnrýna sinn eiginn flokk og það oft svo harðalega að maður sýpur kveljur stundum. Hann á því marga hauka í horni í röðum Sjálfstæðismanna en það skiptir hann engu máli því það sem honum líkar ekki segir hann það hreint út og það er svo magnað við þennan mann.
Ekta Íhaldsmaður.
Sammála einhver???

16 Comments:

Nonninn said...

Já...þessi maður er hálfviti. Gott þegar hann fór í frí ef ég man rétt til Flórída og talaði þaðan blindfullur og vitlaus. Var varla farinn að skiljast undir lokinn þarna úti, maður sem var með Bingó Bjössa sem lukkudýr í þættinum sínum hefur hreinlega ekki efni á að gagnrýna aðra, punktur !

25/4/06 23:54  
zindri said...

...er hann kannski Andy Rooney okkar Íslendinga...jahh maður spyr sig...

26/4/06 00:18  
Prinsinn af Látrum said...

Þorir ekki hlusta á þetta lopapeysu þvaður Ingvi Hrafn er kjéérlinn. Þó er ég ekki sammála honum í öllu. Er hann ekki alltaf fullur? ;)

26/4/06 01:04  
Laui said...

þessi maður er einfaldlega sóun á andrúmslofti!

26/4/06 10:00  
Þórir Ólafsson said...

Ég beið eftir að kommarnir kæmu. Skiptir engu máli hvort hann sé fullur eða ekki, Kommarnir eru oft fullir líka ef miða má við Jón Baldvin. Óli Jói var einu sinni Lúlli Lundi á kappleikjum ÍBV eigum við að hætta að taka mark á honum? Ingvi Hrafn er bara töfff

26/4/06 12:19  
Zindri Freyr said...

...hætta bara að taka mark á öllum og fara svo á fyllerí...virkar það ekki annars oftast vel...

26/4/06 16:01  
Nonninn said...

Ég held að hver sem er gæti farið í útvarp og kallað alla aumingja og vitleysinga. Spurningin er hvort menn séu málefnalegir eða ekki ? Ingvi Hrafn er bara röflandi vitleysingur sem ætti ef hann er svona rosalega klár og drulla sér á þingi og láta verkin tala !

26/4/06 19:51  
Siggi Bj said...

Ingvi Hrafn er svalur....og þetta er greinilega mikið hitamál hjá kommunum,því að þungavigtarkomminn Guðlaugur Þórarinn kommentaði á þetta,og það gerist ekki oft.

27/4/06 18:19  
Zindri Freyr said...

...hann á góða spretti kallinn...samt er sumt sem hann lætur útúr sér alveg fyrir neðan allar hellur...en er það ekki þess vegna sem fólk hlustar á hann...allir forvitnir hvað hann segir næst...

28/4/06 02:38  
laui said...

hehe.......sauðir the lot of'ya

28/4/06 17:24  
trillukall said...

Þetta er alveg ótrúlegt að heyra í kommunum, það má aldrei fíla neina íhaldsmenn bara að því að þeir eru íhaldsmenn alveg ótrúlegir. Helvítis komma drullur.

28/4/06 19:05  
Borgþór said...

Kommanir hafa sínar fyrirmyndir líka sem þeir elska og dýrka en það vitðist vera í lagi..

Þetta er reyndar mjög sniðugt hjá þeim.. því þeim hefur tekist að fljúga undir ratarnum algerlega.. til dæmis hvað varða "pabba-pólitík" ef það er einhver íhaldsmaður sem á pabba sem er íhaldsmaður þá er það bara pabba-pólitík og hefur sá enga skoðun þá sjálfur.. en þegar það gerist það sama hjá kommum er það bara ekki rætt meir.. þetta er mjög spes

29/4/06 18:12  
Prinsinn af Látrum said...

góður punktur boggi. Það var nú frægt í síðustu alþingiskosningum þá fóru vinstri grænir að búa til boli með mynd af formanninum, hvað er það annað en persónudýrkun?

29/4/06 18:26  
Zindri Freyr said...

...allir litast eitthvað af pólitískum skoðunum foreldra sinna, sjálfum hefur mér alltaf fundist einkennilegt þegar ungir jafnaðar menn eða whatever eru að væla yfir því að jafnaldrar þeirr kjósi íhaldið vegna þess að faðir/móðir þeirra gera það, en svo kjósa þessir ungu jafnaðar sama flokk að faðir/móðir aðhyllist...finnst votta fyrir smá hræsni þarna...enda er skítalykt af allri pólitík að mínu mati...einhver svona Brokeback Mountain fílingur...hehe...

30/4/06 20:27  
Laui said...

pólitík er bara ógeðis

og ekki vottur af ..........

8/5/06 18:55  
Prinsinn af Látrum said...

Hrauney

10/5/06 18:39  

Sendu inn athugasemd

<< Home