þriðjudagur, maí 02, 2006

Pink Floyd á mánudagskvöldum

Snilldar þættir á mánudagskvöldum eftir tíufréttir á Rás 2. Þar fer Ólafur Teitur Guðnason yfir feril Pink Floyd frá upphafi til dagsins í dag. Þessir átta þættir voru áður á dagskrá fyrir nokkrum árum en nú vegna komu Roger Waters í sumars var ákveðið að endurflytja þá auk þess á að bæta við níunda þættinum því margt hefur á daga Pink Floyd drifið síðan þá, meðal annars spilað saman sem fáum hefði dottið í hug að myndi gerst.

Fyrsti þátturinn var í gær og fjallaði hann um það hvernig leiðir þessara manna sem skipuðu hljómsveitina skárust. Virkilega skemmtileg frásögn Ólafs Teits um hljómsveitina heldur manni vakandi og vonar að klukkutíminn líði sem lengst. Ólafur sem er tvímælalaust mesti Pink Floyd aðdáandi á Íslandi, var undir lokinn á þættinum í gær farinn að fjalla um veikleika Syd Barret og í næsta þætti fer hann í það hvernig Syd fór algerlega yfirum, mjög fróðlegt að heyra það. Ég held svo í þriðja eða fjórða þætti talar hann við Íslending sem ég held að heiti Hafþór sem spilaði á selló á plötunni Atom Heart Mother, alveg magnað stöff.... Ég mæli með því að þið stillið reminderinn á kl 10 á mánudagskvöldum þið sjáið sko ekki eftir því.

Já og fyrir Kiss aðdáendur þá er svipaður þáttur um hljómsveitina Kiss á miðvikudagskvöldum eftir 10 fréttir...

8 Comments:

Andri Hugo said...

Já, ég man þegar þessir þættir voru upphaflega á dagskrá. Heyrði einn eða tvo af þeim og var alveg límdur við tækið. Frábærir þættir!

3/5/06 00:59  
Þórir Ólafsson said...

Hey var að athuga betur þeir eru líka á dagskrá á fimmtudögum á sama tíma
Magnað

3/5/06 12:11  
Nonninn said...

Ég var með þetta á remindernum en síðan slökkti ég á honum og gleymdi þættinum. Alger fucking helvítis drasl ! Er búinn að senda Rás2 email og spyrja þá hvort að ég geti náð í þáttinn einhvers staðar. Ef þeir svara mér ekki drep ég þá og tek alla þættina !

3/5/06 21:46  
Prinsinn af Látrum said...

Er þetta sami Ólafur Teitur og skrifar fyrir Viðskiptablaðið og var að gefa út bókina Fjölmiðlar 2005- getur þú treyst þeim? núna um daginn?

4/5/06 13:31  
Anonymous said...

Það hlýtur að vera hægt að hlusta á þetta á www.ruv.is

4/5/06 17:43  
Nonninn said...

Nei, ég gáði að því og það var ekki hægt. Helvítis svindl !

4/5/06 20:03  
Þórir Ólafsson said...

já þetta er sá hinn sami alger snillingur. ég er samt alveg gáttaður á því hvernig þjónustulundin er þarna hjá ruv alveg sama hvað maður biður fallega það er ekkert gert til þess að hjálpa manni og svo borgar maður þessu starfsfólki laun

4/5/06 21:29  
Andri Hugo said...

Þá er bara um að gera að æsa sig. No more mister nice guy.

4/5/06 23:37  

Sendu inn athugasemd

<< Home