miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Kominn úr sumarfríi....

....og kominn í veikindafrí. Mér tókst að skera í sundur taug í löngutöng í smá dansslysi. En svo ég byrji á leiðindunum að þá er ég orðinn verulega þreyttur á þessum atvinnumótmælendum og stuðningsmönnum þeirra og síðan fólki sem er sínöldrandi yfir útihátíðum.

Iðjuleysingjarnir í tjaldbúðunum sem heita t.a.m. Álfdís, Glúmur, Túnfífill, Alaskaösp og Njóli gagnrýna lögregluyfirvöld þarna eystra fyrir að hafa beitt þau harðræði og valdníðslu. Þau hlekkja sig við vinnuvélar, skemma mannvirki og brjótast inn í dýnamítskúr.

Það er því skylda lögreglu að hafa afskipti af þessu fólki til að fyrirbyggja það að hætta skapist þegar brotin eru framin og eða liggja við. Á sama hátt er haft afskipti af fólki á Þjóðhátíð þar sem lögregla er með aðgerðir til að t.d. finna fíkniefni og kanna ástand ökumanna og gestir hátíðarinnar una flestir því. Þannig að aðgerðirnar þarna eystra eru ekkert frábrugðnari aðgerðum hér á þjóðhátíð eða í daglegu lífi.

EN NEI ef þú ert iðjulaus mótmælandi sem heitir Lúpína, þá er þetta valdníðsla og hinn einstaklega leiðinlegi og athyglissjúki hæstarréttarlögmaður Ragnar Aðalsteinsson tekur upp lopavettlingana fyrir þetta fólk og muldrar einhverja lagabálka um mannréttindi í sjónvarpinu. Ojbara.

Og síðan eru það þessir nöldrarar sem eru sívælandi yfir því hversu Þjóðhátíð og aðrar útihátíðir eru ógeðslegar og stórhættulegar vegna unglingadrykkju og eiturlyfja. Skyldi obbi þessa fólks sem nöldrandi er eiga heima í Reykjavík þar sem mikil drykkja og neysla eiturlyfja er stunduð þar í gríð og erg um hverja helgi. Nauðganir og jafnvel morð tíð. NEI Menningarnótt er fjölskylduhátíð. aha

bless í bili

37 Comments:

Zindri "Mokka kommi" Freyr said...

...góður punktur vinur...og gaman að sjá þig aftur...en ég var að velta fyrir mér hvort ekki væri heillavænast að drekkja bara öllu landinu og búa svo bara neðansjávar, láta vaxa á okkur tálkn og ég veit ekki hvað.

"Under the sea, under the sea! There are no compications just friendly
relations, under the sea!"

10/8/06 08:42  
Þórir Ólafsson said...

Það er svo allt annað mál hvort virkja eigi fallvötnin eða ekki. En ágætis ljóðlínur engu að síður.

10/8/06 12:59  
Helgi said...

Hvað er að því að heita Glúmur? Hef það fyrir öruggum heimildum að Sigga Birni hafi allatíð langað til þess að heita Glúmur.

11/8/06 10:14  
Zindri said...

...en Glámur...Glúmur og Glámur magnað tvíeyki þar á ferð...

11/8/06 11:17  
Þórir Ólafsson said...

jú kannski er Glúmur ágætis nafn. En hafið þið fleiri nöfn í huga. Hvað með Rabbabari Kvaran?

11/8/06 14:03  
Borgþór said...

Álfrún Fjöll
Dýrleif
Saga valgerður
Rita og allskonar þessháttar nöfn...

svo er þetta fólk íklædd grænum lopapeysum með lopahúfu með milljón barmmerki og þurfa alltaf að vera spurja að einhverju

11/8/06 16:50  
frizbee said...

Sko, svo það sé á hreinu, þá finnst mér áframhaldandi mótmæli á móti Kárahnjúkum vera frekar tilgangslausar. Bygging virkjunarinnar er komin af stað og því verður ekki breytt. Þetta ágæta fólk ætti frekar að eyða kröftum sínum í það að gera það fyrir svipuð svæði sem var ekki gert fyrir Kárahnjúka fyrr en virkjunaráform voru orðin ljós: að skipuleggja göngur og samkomur þar sem þau vilja ekki að leikurinn endurtaki sig, og vonandi væri þá hægt að efla atvinnulíf í kringum þau á vistvænni hátt. Mér er þannig séð sama um Kárahnjúka, þar sem ég vissi ekki af þeim fyrir, en ég vil heldur ekki að hálfu landinu sé sökkt í framhaldinu.

14/8/06 20:16  
frizbee said...

...hins vegar finnst mér mikilvægt að vernda rétt fólks til mótmæla. En sumt það sem hefur gengið á þarna á svæðinu er ekki líklegt til árangurs, heldur þvert á móti.

Og Þórir, ekki gera grín að nöfnum fólks, þú ert gáfaðri en svo. :þ

14/8/06 20:19  
Þórir Ólafsson said...

Hehe ég var ekkert að gera grín að nófnum fólks. Hinsvegar var ég að benda á dæmigert nafn á mótmælanda á kárahnjúkum.

15/8/06 18:47  
Siggi Björn said...

Í fyrsta lagi þá hefur mig aldrei langað til að heita Glúmur.
Í öðru lagi þá finnst mér að þessir helvítis iðjuleysingjar,aumingjar og skemmdarvargar sem þykjast vera að bjarga Íslenskri náttúru ættu allir sem einn að fara og hengja sig,þetta eru helvítis wannabe hippar sem þykjast vera að þessu af hugsjón,en eru svo að þiggja laun fyrir þetta af náttúruverndarsamtökum..Helvítis helvíti...

16/8/06 01:17  
Zindri said...

...hehe hvernig væri að stofna P.E.T.A samtök hér á Íslandi strákarm, jahh eða Green Peace... förum að hylma yfir hryðjuverkamenn og borga þeim laun fyrir að kveikja í snyrtivöruverslunum...þvílíkt stuð yrði það...hehe...

16/8/06 01:48  
Nonninn said...

Afhverju fóru þessir andskotans heimsku mótmælendur ekki fyrr af stað ? Stórfurðuleg mótmæli svo ekki sé meira sagt. Ég vissi ekki heldur af Karahnjúkum en það kemur ekki veg fyrir það að þar eru lögbrot framinn hvern einasta dag á manneskjum sem geta ekki neitað vinnu vegna fátæktar. Ömurlegt að svona skuli eiga sér stað en því miður er bara hugsað um ríka fólkið á Íslandi þannig að baráttan er vonlaus en ekki tilgangslaus !

16/8/06 18:17  
Nafnlaus said...

Hva' byrjaður að vinna aftur? eða er þetta orðið svona blogg sem kemur færsla á á 3 mánaða fresti?

18/8/06 16:25  
Nafnlaus said...

Sko ! ég fór síðasta sumar í sturr ferðalag austur á Eigilsstaði, sem er ekki frásögu færandi nema það að við ákváðum að taka smá rúnt um Kárahnjúka svæðið. Þar sem ég er mikill náttúruunnandi og hef ferðast um landið BÓKSTAFLEGA allt, upp á jökla, upp á hálendi brunað um næstum alla fjallvegi landsins og svo lengi mætti telja þá er mér andskotans sama hvort að þetta svæði fari undir vatn. Þeir sem hafa farið þarna ættu að geta tekið undir það. Við keyrðum á þúfum og viðbjóði í 3 klst. og það var ekkert þarna, við eiginlega misstum andlitið þegar við komum þangað. Og meira að segja fannst mér þetta öfluga mannvirki og stóru gilin æðisleg ! Að sjá þessu risa trukka vera að bruna út um allt og sjá karlanna alla eins og litla lego kubba á víð og dreif að vinna fyrir laununum sínum. Það var frábært ! fyrir utan það að áður en Kárahnjúkavirkun var gerð þá komst enginn þangað nema í flugvél. Og þú ferð ekki í flugvél í sumarfríinu þínu til að skoða Kárahnjúka, það eru bara einhverjir tappar eins og Ómar Ragnarsson sem gerir það og eyðir öllum sínum aurum í að gera heimildarmynd um þetta kaós og verður næstum gjaldþrota út af því að myndin var svo umdeild og fékk lélega dóma...MAÐUR SPYR SIG -HVAÐ ER ÞAÐ ? Ég læt þessa mótmælendur ekki hafa áhrif á mig því þau eru eins og maurar í fílaskít, geta ekkert !

27/8/06 16:24  
Nafnlaus said...

Úbbz þetta var víst ég Helga Björk sem skrifaði þessa ritgerð :/

27/8/06 16:26  
Jack Bauer said...

...jæja þórir minn...ertu ekki eitthvað að hressast?

28/8/06 19:19  
Prinsinn af Látrum said...

Svona virkjun mun hafa góð áhrif á ferðamannaiðnaðinn á svæðinu. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar Nevada er nefnd jú.... Hoover-stíflan

10/9/06 13:44  
Helgi said...

Ég hefði nú sagt Las Vegas, en jæja ...

11/9/06 11:22  
Zindri said...

...enda ertu forfallinn spilafíkill helgi...jahh svei...

11/9/06 15:45  
Borgþór said...

Ég legg hér með til að Þórir Ólafsson tjáir sig um atburði líðandi stunda!

Þeir sem styðja það endilega skrifið undir og hvetjið hann til dáða eða daða vóó

13/9/06 20:19  
zindri said...

...en er hann ekki svo leiðinlegur...eða er hann kannski hættur því?

14/9/06 17:52  
Prinsinn af Látrum said...

Tja ég var að vinna í Olís í fyrrasumar og núna í sumar og mér fannst hann mun skemmtilegri í ár.

15/9/06 17:36  
Borgþór said...

enda var hann að vinna með svo skemmtilegum dreng.. þetta smitast bara

16/9/06 12:41  
Helgi said...

Satt er það, það var mikil framför þegar Gunnar Már var ráðinn til Viðars ...

16/9/06 19:38  
Siggi Bj said...

Á ekki að fara að breyta síðunni í samræmi við það sem var rætt síðastliðinn laugardag.??

19/9/06 19:30  
Helga Björk said...

Hvað er ritstífla ???

20/9/06 13:56  
Zindri Freyr said...

Ritstífla: Þegar persóna getur ekki skrifað eða tjáð sig á blaði vegna skorts á hugmyndaflugi.

20/9/06 17:16  
Helga Björk said...

Eigum við að ræða það einhvað frekar hér ? Mér sýnist Þórir ekki vera nein Skáld -Rósa ef þið spáið í tímanum sem líður á milli blogga hjá ræflinum :/

20/9/06 18:05  
Þórir Ólafsson said...

Þetta er allt að koma dáldið mikið að gera og jú siggi það skal sko rætt um þessa fávita fyrir austan.

20/9/06 18:29  
Lára Dögg said...

farðu nú að slaka á í blogginu, maður hefur ekki undan að lesa.. haha...

22/9/06 17:55  
Zindri Freyr said...

...ert sem sagt kominn úr sumarfríi og farinn í vetrarfrí...aha...skilið...

5/10/06 21:47  
Andri Hugo said...

Hvar er Þórir?

6/10/06 04:42  
Nonninn said...

Meiri kveifinn !

10/10/06 23:18  
Prinsinn af Látrum said...

ertu að lesa Draumalandið?

17/10/06 17:46  
Nonninn said...

Þú ert semsagt farinn aftur í sumarfrí og kemur ekki aftur fyrr en Lalli Johns verður borgarstjóri sem er ALDREI !

16/11/06 23:02  
Borgþór said...

Djöfull er verið að láta þig vinna drengur... fer ekki að koma frí hjá þér aftur?

Hvað varð um Rúv færsluna sem þu ætlaðir að setja hérna inn?

20/2/07 16:55  
Helga Björk said...

Jæja Þórir...Af hverju kemurðu bara mekki með einhverja yfirlýsingu um að þú sért hættur að blogga svo maður geti hætt að eyða tíma í að koma hingað inn aulinn þinn !!!

24/4/07 19:05  

Sendu inn athugasemd

<< Home