þriðjudagur, apríl 18, 2006

Össs þá byrjar það

Hvenær fær maður nóg af þessari eyju? Líklega aldrei. Ég var staddur á skaki rétt vestan við Bjarnarey á m/b Öllara VE 123 með Hannesi, Haffa og Evu konu Haffa annan dag páska. Veðrið var eins og það gerist best á þessum tíma og ég fór að hugsa um hvað það er magnað að geta skotist út í náttúruna án þess að þurfa að keyra Miklubrautina í klukkutíma til að komast upp í Öskjuhlíð. Hér er allt sem útivistamanninn vantar.

Reykvíkingum leiðist ekki að mæra esjuna sína til hæstu hæða. Þessi hrúga á Kjalarnesinu er ekkert miðað við klettana okkar sem eru eins og Guð hafi möndlað við að teikna af list og ekki séð fram á að geta toppað, þannig að hann krotaði restina. (svona næstum) Einhverntíman töluðu gárungarnir um að ryðja esjuna niður og malbika í staðinn. Flott bílastæði.

Viðey er annað dæmi sem reykvíkingar eiga ekki orð yfir vegna fegurðleika. Við eigum 15 slíkar eyjar.

Við getum t.d. farið í göngu um eyjuna okkar án þess að vera keyrðir niður af hálfvitum í spandex-göllum sem eru svo "töff". Svo ég tali ekki um bátsferðir, úteyjatúrar í lunda og annað. Ahhhh yndisleg eyja. Jæja nóg komið í bili.

P.s. Reykvíkingar ekki móðgast. Þetta er bara svona!!!

10 Comments:

Andri Hugo said...

Hehe, einmitt, náttúrufegurðin hérna er alveg ótrúlegt og sýnir sitt besta andlit við sólarupprás, eldsnemma á sumarmorgnum. Mér finnst Eyjamenn stundum taka fegurð Eyjanna sem svolítið sjálfsagðan hlut, því hér ólumst við upp og þekkjum ekki annað en dýryndis náttúrufegurð. Maður þarf stundum að staldra við og setja sig í hugarástand aðkomumans til að gera sér almennilega grein fyrir þessu.

18/4/06 23:26  
Gudmundur said...

Gæti ekki verið meira sammála! Maður saknar þess nú oft að sjá ekki Eyjuna björtu og allt sem henni fylgir!

19/4/06 01:23  
Þórir Ólafsson said...

Það er akkurat málið andri. Staldra við og dást.

19/4/06 12:07  
Nonninn said...

Núna fyrst held ég að menn verði kærðir vegna skrifa á bloggsíðunni sinni eða eitthvað í áttinua, velkominn í heim bloggara. Hér áttu heima enda maður með skoðanir !

19/4/06 12:09  
Prinsinn af Látrum said...

ekki gleyma að segja frá fallegustu eyjunni Hrauney ;)

19/4/06 14:39  
Óli Jói said...

Já og ekki gleyma að segja frá besta lundaveiðinni í Ystakletti!!!

Velkominn í heim bloggara kæri fermingarbróðir!

19/4/06 21:05  
Borgþór said...

Þið eruð allir á villigötum.. Brandurinn er málið og ég VEIT að Þórir Ólafsson samþykkir það

19/4/06 22:24  
Þórir Ólafsson said...

þakka ykkur fyrir kæru félagar ég gleymi hvorki eyju né kletti hér.

19/4/06 22:27  
Þórir Ólafsson said...

Já og boggi það vita það allir!

19/4/06 22:27  
Lára Dögg said...

óneitanlega fallegasti staður heims :) ohhh, langar að vera komin þangað NÚNA! og engin hellll próf!

21/4/06 21:42  

Sendu inn athugasemd

<< Home