miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Kominn úr sumarfríi....

....og kominn í veikindafrí. Mér tókst að skera í sundur taug í löngutöng í smá dansslysi. En svo ég byrji á leiðindunum að þá er ég orðinn verulega þreyttur á þessum atvinnumótmælendum og stuðningsmönnum þeirra og síðan fólki sem er sínöldrandi yfir útihátíðum.

Iðjuleysingjarnir í tjaldbúðunum sem heita t.a.m. Álfdís, Glúmur, Túnfífill, Alaskaösp og Njóli gagnrýna lögregluyfirvöld þarna eystra fyrir að hafa beitt þau harðræði og valdníðslu. Þau hlekkja sig við vinnuvélar, skemma mannvirki og brjótast inn í dýnamítskúr.

Það er því skylda lögreglu að hafa afskipti af þessu fólki til að fyrirbyggja það að hætta skapist þegar brotin eru framin og eða liggja við. Á sama hátt er haft afskipti af fólki á Þjóðhátíð þar sem lögregla er með aðgerðir til að t.d. finna fíkniefni og kanna ástand ökumanna og gestir hátíðarinnar una flestir því. Þannig að aðgerðirnar þarna eystra eru ekkert frábrugðnari aðgerðum hér á þjóðhátíð eða í daglegu lífi.

EN NEI ef þú ert iðjulaus mótmælandi sem heitir Lúpína, þá er þetta valdníðsla og hinn einstaklega leiðinlegi og athyglissjúki hæstarréttarlögmaður Ragnar Aðalsteinsson tekur upp lopavettlingana fyrir þetta fólk og muldrar einhverja lagabálka um mannréttindi í sjónvarpinu. Ojbara.

Og síðan eru það þessir nöldrarar sem eru sívælandi yfir því hversu Þjóðhátíð og aðrar útihátíðir eru ógeðslegar og stórhættulegar vegna unglingadrykkju og eiturlyfja. Skyldi obbi þessa fólks sem nöldrandi er eiga heima í Reykjavík þar sem mikil drykkja og neysla eiturlyfja er stunduð þar í gríð og erg um hverja helgi. Nauðganir og jafnvel morð tíð. NEI Menningarnótt er fjölskylduhátíð. aha

bless í bili

þriðjudagur, maí 09, 2006

Gríðarlega merkilegur fundur


Ég, Beggi og Andri vorum svo ansi duglegir í gærkveldi að ganga Sæfjallið endilangt í dásamlegu veðri.

Nema hvað að þegar við erum hálfnaðir upp Sæfjallseggina gengur Friðberg fram á þessa fínu fýrtommu pikkfasta í klöppinni. Ég var svo heppinn að hafa myndavélina mína með í för og gat því smellt myndum af þessum merka fundi. Hér er Beggi stoltur með fýrtommuna sína

Ný hljómplata

Ný hljómplata er kominn út með þeim félögum Valda og Skúla sem eru landsmönnum kunnir fyrir lög eins og Hingað og ekki lengra, Litir hafsins og hið sívinsæla lag Gef mér pening. Nú hafa þeir kumpánar ákveðið að gefa út plötu sem ætti að höfða til gamalla aðdáenda þeirra sem og nýrra því þeir ætla að gefa öll gömlu góðu lögin sín út í nýrri Rokk sinfónískri útgáfu þar sem Valdi fer á kostum á fagottinn sinn og Skúli spilar sitt fræga sóló úr Gef mér pening á lúdu. Gífurlega mettnaðarfull plata hjá þeim Valda og Skúla sem ætti að koma flestum í gott skap.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Pink Floyd á mánudagskvöldum

Snilldar þættir á mánudagskvöldum eftir tíufréttir á Rás 2. Þar fer Ólafur Teitur Guðnason yfir feril Pink Floyd frá upphafi til dagsins í dag. Þessir átta þættir voru áður á dagskrá fyrir nokkrum árum en nú vegna komu Roger Waters í sumars var ákveðið að endurflytja þá auk þess á að bæta við níunda þættinum því margt hefur á daga Pink Floyd drifið síðan þá, meðal annars spilað saman sem fáum hefði dottið í hug að myndi gerst.

Fyrsti þátturinn var í gær og fjallaði hann um það hvernig leiðir þessara manna sem skipuðu hljómsveitina skárust. Virkilega skemmtileg frásögn Ólafs Teits um hljómsveitina heldur manni vakandi og vonar að klukkutíminn líði sem lengst. Ólafur sem er tvímælalaust mesti Pink Floyd aðdáandi á Íslandi, var undir lokinn á þættinum í gær farinn að fjalla um veikleika Syd Barret og í næsta þætti fer hann í það hvernig Syd fór algerlega yfirum, mjög fróðlegt að heyra það. Ég held svo í þriðja eða fjórða þætti talar hann við Íslending sem ég held að heiti Hafþór sem spilaði á selló á plötunni Atom Heart Mother, alveg magnað stöff.... Ég mæli með því að þið stillið reminderinn á kl 10 á mánudagskvöldum þið sjáið sko ekki eftir því.

Já og fyrir Kiss aðdáendur þá er svipaður þáttur um hljómsveitina Kiss á miðvikudagskvöldum eftir 10 fréttir...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Ingvi Hrafn

Óendanlega svalur sá maður er. Maður lifandi.
Ég geri það að reglu hjá mér í vinnunni að hlusta á Hrafnaþing Ingva Hrafns. Á þriðju, miðviku og föstudögum fer þessi maður hamförum í skoðunum sínum á menn og málefni á NFS. Hann hikar ekki við að kalla menn og konur þeim nöfnum sem enginn annar fjölmiðlamaður þyrði að nota um viðkomandi. Ekki það að þetta séu einhver ljót nöfn sem mundu særa viðkomandi, heldur nöfn eins og Kommúnisti, afturhaldsseggur o.þ.h. Aldeilis gaman að heyra hann lýsa vinstriflokkunum í landinu með viðeigandi orðum. Efnahagsstefna Vinstri grænna lýsir sér í árabátasjómennsku og lopapeysuframleiðslu.
Menn halda það sumir að í þessum þætti sé Ingvi Hrafn að pissa yfir komma og krata út í eitt. Það er ekki rétt þó hann geri það vissulega stundum. Því hann er iðinn við að gagnrýna sinn eiginn flokk og það oft svo harðalega að maður sýpur kveljur stundum. Hann á því marga hauka í horni í röðum Sjálfstæðismanna en það skiptir hann engu máli því það sem honum líkar ekki segir hann það hreint út og það er svo magnað við þennan mann.
Ekta Íhaldsmaður.
Sammála einhver???

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Magnaðar myndir

Það gerist ekki oft að maður rambi á góða bíó-mynd á RÚV og hvað þá á fimmtudegi. Þó hafa þeir hjá ríkissjónvarpinu farið þá leið að sýna góðar myndir um helgar en ekki eins og í "gamla daga" þar sem virtist að þeir hefðu fengið ljómandi góðan samning við slóvanska ríkissjónvarpið um sýningu á myndum sem fjallaði um gaur sem datt í lukkupottinn en lenti í ónáð við föður sinn oþh.
Myndinn sem sýnd var á fimmtudaginn var meistaraverk Tim Burton...s SLEEPY HOLLOW. Sú mynd er hreint út sagt stórkostleg þar sem fer saman hrollvekja, ævintýri, ástarsaga og skemmtilega meinfyndinn húmor. Þetta er svona mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur. Mynd með stórkostlegum persónum þar sem Johnny Depp fer á kostum í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Constable Ichabod Crane.

Það eru til fleirri myndir sem ég get horft á oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Til að mynda Groundhogday, Office space, Starship Troopers, og svo mætti lengi telja. Eruð þið með einhverjar uppástungur. Ég veit að Siggi Björn (betur þekktur sem Murtu Bjössi) elskar La Bamba. Ég horfði á hana einu sinni og læt það nægja.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Össs þá byrjar það

Hvenær fær maður nóg af þessari eyju? Líklega aldrei. Ég var staddur á skaki rétt vestan við Bjarnarey á m/b Öllara VE 123 með Hannesi, Haffa og Evu konu Haffa annan dag páska. Veðrið var eins og það gerist best á þessum tíma og ég fór að hugsa um hvað það er magnað að geta skotist út í náttúruna án þess að þurfa að keyra Miklubrautina í klukkutíma til að komast upp í Öskjuhlíð. Hér er allt sem útivistamanninn vantar.

Reykvíkingum leiðist ekki að mæra esjuna sína til hæstu hæða. Þessi hrúga á Kjalarnesinu er ekkert miðað við klettana okkar sem eru eins og Guð hafi möndlað við að teikna af list og ekki séð fram á að geta toppað, þannig að hann krotaði restina. (svona næstum) Einhverntíman töluðu gárungarnir um að ryðja esjuna niður og malbika í staðinn. Flott bílastæði.

Viðey er annað dæmi sem reykvíkingar eiga ekki orð yfir vegna fegurðleika. Við eigum 15 slíkar eyjar.

Við getum t.d. farið í göngu um eyjuna okkar án þess að vera keyrðir niður af hálfvitum í spandex-göllum sem eru svo "töff". Svo ég tali ekki um bátsferðir, úteyjatúrar í lunda og annað. Ahhhh yndisleg eyja. Jæja nóg komið í bili.

P.s. Reykvíkingar ekki móðgast. Þetta er bara svona!!!

Hér er ég, hér er ég...

Góðan daginn, daginn, daginn!