fimmtudagur, apríl 20, 2006

Magnaðar myndir

Það gerist ekki oft að maður rambi á góða bíó-mynd á RÚV og hvað þá á fimmtudegi. Þó hafa þeir hjá ríkissjónvarpinu farið þá leið að sýna góðar myndir um helgar en ekki eins og í "gamla daga" þar sem virtist að þeir hefðu fengið ljómandi góðan samning við slóvanska ríkissjónvarpið um sýningu á myndum sem fjallaði um gaur sem datt í lukkupottinn en lenti í ónáð við föður sinn oþh.
Myndinn sem sýnd var á fimmtudaginn var meistaraverk Tim Burton...s SLEEPY HOLLOW. Sú mynd er hreint út sagt stórkostleg þar sem fer saman hrollvekja, ævintýri, ástarsaga og skemmtilega meinfyndinn húmor. Þetta er svona mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur. Mynd með stórkostlegum persónum þar sem Johnny Depp fer á kostum í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Constable Ichabod Crane.

Það eru til fleirri myndir sem ég get horft á oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Til að mynda Groundhogday, Office space, Starship Troopers, og svo mætti lengi telja. Eruð þið með einhverjar uppástungur. Ég veit að Siggi Björn (betur þekktur sem Murtu Bjössi) elskar La Bamba. Ég horfði á hana einu sinni og læt það nægja.

15 Comments:

Gudmundur said...

Veit nú ekki alveg um Starship Troopers, en ég mundi annars bæta við Monty Python & the holy grail og náttúrulega Die Hard!

20/4/06 23:57  
Helgi said...

Mjög góð mynd, var reyndar sýnd á miðvikudaginn. Það skiptir svo sem engu, en mér finnst bara svo gaman að leiðrétta þig. Var að spá í að blogga um hana líka. Gott að ég sleppti því, spáðu í hvað það hefði verið vandræðalegt ef við hefðum bloggað um það sama ...

21/4/06 00:15  
Zindri Freyr said...

...mér finnst Hackers einmitt vera svona mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur...
svo náttúrulega Diggstown sem er snilldar boxræma með James Woods og Louis Gosset jr.
öhh...Die hard myndirnar...
og Love, honour and obey er snilldar ræma sem menn ættu að kynna sér...
man nú ekki fleiri í bili...hmm...ó jú Indiana Jones and the last crusade...hún er lang best af trilógíunni...

21/4/06 02:57  
Þórir Ólafsson said...

Já akkurat miðvikudaginn so sorry. Gummi! Starship Troopers er mögnuð mynd. Samt dáldið langt síðan ég horfði á hana síðast en ég held ég hafi horft á hana um 10 sinnum án gríns.

21/4/06 12:27  
trillukall said...

Ok sindri, Hackers ertu að grínast. En hvað um það þá er náttúrulega TERMINATOR 2 mesta snilldin.

21/4/06 13:15  
Siggi Bj said...

Þórir,helduru að hún sé ekki betri með gríni..??

21/4/06 14:52  
zindri said...

...sko Hackers er barn síns tíma og er skemmtilega hallærisleg...svo skemmir ekki að það glittir í bobbingana á Angelina Jolie í einu atriði...en ef menn eru fyrir þannig sora þá bendi ég mönnum á myndir eins og Original Sin eða Gia þar sést að vísu mun meira...
alla vega er þetta minn túkall...

21/4/06 15:06  
Nonninn said...

Blade, Matrix, American History X, Payback (Mel Gibson) og Fight Club er myndir sem ég horfi á aftur og aftur. Alger gargandi snilld !

21/4/06 17:55  
Lára Dögg said...

velkominn í heiminn - bloggheiminn... :) víjjjj

21/4/06 21:41  
Þórir Ólafsson said...

takk takk

21/4/06 21:50  
Andri Hugo said...

Friday, Office Space, Holy Grail, Shawshank Redemption, Fight Club, Brain Donors, L.A. Confidential, Star Ship Troopers, Napoleon Dynamite, Donnie Darki, Butterfly Effect, Men in Black. Þetta er svona kjarninn að því sem ég get horft á aftur og aftur. Að ógleymdri Sódóma Reykjavík. Tímalaus snilld og án efa besta íslenska bíómynd allra tíma.

22/4/06 04:15  
frizbee said...

En bíddu... hvar er Með Allt Á Hreinu??? er ekki í lagi með fólk hérna? Og þú, Þórir, ég bjóst nú við meiru af þér!

SKAMMASTÍN

...og velkominn til bloggheima

22/4/06 10:42  
Þórir Ólafsson said...

ok ef við eigum að fara út í það Með allt á hreinu, Nýtt, Dala og Löggulíf þó hellst löggulíf. Sódóma snilld, Sigla himin fley, og pappírs pési hvað annað.

22/4/06 15:28  
Andri Hugo said...

Á ekkert að fara að blogga?

24/4/06 00:41  
Prinsinn af Látrum said...

In america

25/4/06 09:12  

Sendu inn athugasemd

<< Home