þriðjudagur, apríl 25, 2006

Ingvi Hrafn

Óendanlega svalur sá maður er. Maður lifandi.
Ég geri það að reglu hjá mér í vinnunni að hlusta á Hrafnaþing Ingva Hrafns. Á þriðju, miðviku og föstudögum fer þessi maður hamförum í skoðunum sínum á menn og málefni á NFS. Hann hikar ekki við að kalla menn og konur þeim nöfnum sem enginn annar fjölmiðlamaður þyrði að nota um viðkomandi. Ekki það að þetta séu einhver ljót nöfn sem mundu særa viðkomandi, heldur nöfn eins og Kommúnisti, afturhaldsseggur o.þ.h. Aldeilis gaman að heyra hann lýsa vinstriflokkunum í landinu með viðeigandi orðum. Efnahagsstefna Vinstri grænna lýsir sér í árabátasjómennsku og lopapeysuframleiðslu.
Menn halda það sumir að í þessum þætti sé Ingvi Hrafn að pissa yfir komma og krata út í eitt. Það er ekki rétt þó hann geri það vissulega stundum. Því hann er iðinn við að gagnrýna sinn eiginn flokk og það oft svo harðalega að maður sýpur kveljur stundum. Hann á því marga hauka í horni í röðum Sjálfstæðismanna en það skiptir hann engu máli því það sem honum líkar ekki segir hann það hreint út og það er svo magnað við þennan mann.
Ekta Íhaldsmaður.
Sammála einhver???

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Magnaðar myndir

Það gerist ekki oft að maður rambi á góða bíó-mynd á RÚV og hvað þá á fimmtudegi. Þó hafa þeir hjá ríkissjónvarpinu farið þá leið að sýna góðar myndir um helgar en ekki eins og í "gamla daga" þar sem virtist að þeir hefðu fengið ljómandi góðan samning við slóvanska ríkissjónvarpið um sýningu á myndum sem fjallaði um gaur sem datt í lukkupottinn en lenti í ónáð við föður sinn oþh.
Myndinn sem sýnd var á fimmtudaginn var meistaraverk Tim Burton...s SLEEPY HOLLOW. Sú mynd er hreint út sagt stórkostleg þar sem fer saman hrollvekja, ævintýri, ástarsaga og skemmtilega meinfyndinn húmor. Þetta er svona mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur. Mynd með stórkostlegum persónum þar sem Johnny Depp fer á kostum í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Constable Ichabod Crane.

Það eru til fleirri myndir sem ég get horft á oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Til að mynda Groundhogday, Office space, Starship Troopers, og svo mætti lengi telja. Eruð þið með einhverjar uppástungur. Ég veit að Siggi Björn (betur þekktur sem Murtu Bjössi) elskar La Bamba. Ég horfði á hana einu sinni og læt það nægja.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Össs þá byrjar það

Hvenær fær maður nóg af þessari eyju? Líklega aldrei. Ég var staddur á skaki rétt vestan við Bjarnarey á m/b Öllara VE 123 með Hannesi, Haffa og Evu konu Haffa annan dag páska. Veðrið var eins og það gerist best á þessum tíma og ég fór að hugsa um hvað það er magnað að geta skotist út í náttúruna án þess að þurfa að keyra Miklubrautina í klukkutíma til að komast upp í Öskjuhlíð. Hér er allt sem útivistamanninn vantar.

Reykvíkingum leiðist ekki að mæra esjuna sína til hæstu hæða. Þessi hrúga á Kjalarnesinu er ekkert miðað við klettana okkar sem eru eins og Guð hafi möndlað við að teikna af list og ekki séð fram á að geta toppað, þannig að hann krotaði restina. (svona næstum) Einhverntíman töluðu gárungarnir um að ryðja esjuna niður og malbika í staðinn. Flott bílastæði.

Viðey er annað dæmi sem reykvíkingar eiga ekki orð yfir vegna fegurðleika. Við eigum 15 slíkar eyjar.

Við getum t.d. farið í göngu um eyjuna okkar án þess að vera keyrðir niður af hálfvitum í spandex-göllum sem eru svo "töff". Svo ég tali ekki um bátsferðir, úteyjatúrar í lunda og annað. Ahhhh yndisleg eyja. Jæja nóg komið í bili.

P.s. Reykvíkingar ekki móðgast. Þetta er bara svona!!!

Hér er ég, hér er ég...

Góðan daginn, daginn, daginn!