þriðjudagur, maí 09, 2006

Gríðarlega merkilegur fundur


Ég, Beggi og Andri vorum svo ansi duglegir í gærkveldi að ganga Sæfjallið endilangt í dásamlegu veðri.

Nema hvað að þegar við erum hálfnaðir upp Sæfjallseggina gengur Friðberg fram á þessa fínu fýrtommu pikkfasta í klöppinni. Ég var svo heppinn að hafa myndavélina mína með í för og gat því smellt myndum af þessum merka fundi. Hér er Beggi stoltur með fýrtommuna sína

Ný hljómplata

Ný hljómplata er kominn út með þeim félögum Valda og Skúla sem eru landsmönnum kunnir fyrir lög eins og Hingað og ekki lengra, Litir hafsins og hið sívinsæla lag Gef mér pening. Nú hafa þeir kumpánar ákveðið að gefa út plötu sem ætti að höfða til gamalla aðdáenda þeirra sem og nýrra því þeir ætla að gefa öll gömlu góðu lögin sín út í nýrri Rokk sinfónískri útgáfu þar sem Valdi fer á kostum á fagottinn sinn og Skúli spilar sitt fræga sóló úr Gef mér pening á lúdu. Gífurlega mettnaðarfull plata hjá þeim Valda og Skúla sem ætti að koma flestum í gott skap.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Pink Floyd á mánudagskvöldum

Snilldar þættir á mánudagskvöldum eftir tíufréttir á Rás 2. Þar fer Ólafur Teitur Guðnason yfir feril Pink Floyd frá upphafi til dagsins í dag. Þessir átta þættir voru áður á dagskrá fyrir nokkrum árum en nú vegna komu Roger Waters í sumars var ákveðið að endurflytja þá auk þess á að bæta við níunda þættinum því margt hefur á daga Pink Floyd drifið síðan þá, meðal annars spilað saman sem fáum hefði dottið í hug að myndi gerst.

Fyrsti þátturinn var í gær og fjallaði hann um það hvernig leiðir þessara manna sem skipuðu hljómsveitina skárust. Virkilega skemmtileg frásögn Ólafs Teits um hljómsveitina heldur manni vakandi og vonar að klukkutíminn líði sem lengst. Ólafur sem er tvímælalaust mesti Pink Floyd aðdáandi á Íslandi, var undir lokinn á þættinum í gær farinn að fjalla um veikleika Syd Barret og í næsta þætti fer hann í það hvernig Syd fór algerlega yfirum, mjög fróðlegt að heyra það. Ég held svo í þriðja eða fjórða þætti talar hann við Íslending sem ég held að heiti Hafþór sem spilaði á selló á plötunni Atom Heart Mother, alveg magnað stöff.... Ég mæli með því að þið stillið reminderinn á kl 10 á mánudagskvöldum þið sjáið sko ekki eftir því.

Já og fyrir Kiss aðdáendur þá er svipaður þáttur um hljómsveitina Kiss á miðvikudagskvöldum eftir 10 fréttir...